13:11
{mosimage}
(Sigurður Þorvaldsson)
Landsliðsmennirnir Hlynur Elías Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson leikmenn Snæfells munu taka við þjálfun liðsins en í gærkvöldi ákvað körfuknattleiksdeild Snæfells að segja upp samningum sínum við alla erlendu leikmenn og þjálfara liðsins.
Sæþór Þorbergsson formaður KKD Snæfells staðfesti þessar fregnir og munu þeir Hlynur og Sigurður stjórna æfingu Snæfellinga í kvöld. Hlynur sagði sjálfur í samtali við Karfan.is að viðræður við aðra þjálfara um að taka við liðinu myndu eiga sér stað en ef þær myndu ekki ganga upp þá myndu hann og Sigurður ekki skorast undan verkefninu.
,,Vitanlega er þetta ekki óskastaða hjá mér og Sigurði en ef til þess kemur að enginn annar þjálfari finnist þá reynum við saman að klóra okkur út úr þessu,“ sagði Hlynur. Þetta verður því frumraun þeirra Hlyns og Sigurðar sem þjálfara í úrvalsdeild uns annað kemur í ljós.
{mosimage}