spot_img
HomeFréttirSigurður með tvö stig af bekknum í sigri Larissas

Sigurður með tvö stig af bekknum í sigri Larissas

Sigurður Gunnar Þorsteinsson og félagar í AE Larissas höfðu góðan 96-89 sigur á Pagrati í grísku A2 deildinni í gær. Sigurður kom af bekknum og gerði 2 stig á 12 mínútum. Hann var einnig með 4 stoðsendingar og 4 fráköst í leiknum.

Með sigrinum í gær fór AE Larissas upp í 9. sæti deildarinnar með 11 sigra og 13 tapleiki en Panionios trónir á toppi deildarinnar með 22 sigra og 2 tapleiki. Næsti leikur AE Larissas er á heimavelli þann 8. apríl næstkomandi þegar Irakleio kemur í heimsókn.

Staðan í deildinni
 

 1. Panionios 22-2 
 2. Iraklis 21-3 
 3. Doukas 19-4 
 4. Faros 17-6 
 5. Aiolos Astakou 14-10 
 6. Ethnikos 13-11 
 7. Psychiko 13-11 
 8. Holargos 13-11 
 9. AE Larissas 11-13 
 10. Amyntas Dafnis 11-13 
 11. Arkadikos 8-16 
 12. Doxa Pefkon 8-16 
 13. Kavala 7-16 
 14. Irakleio 6-17 
 15. GS Larissas 5-19 
 16. Pagrati 2-22 
Fréttir
- Auglýsing -