spot_img
HomeFréttirSigurður laus frá Orchies

Sigurður laus frá Orchies

Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án liðs en hann samdi við BC Orchies fyrr í sumar. Liðið leikur í NM1 deildinni í Frakklandi en fjárhagserfiðleikar gera þetta að verkum.

Þetta staðfesti Sigurður sjálfur við Körfuna fyrr í dag. Samkvæmt heimildum Körfunnar mun franska liðið ekki hafa getað stilt Sigurði upp í leikmannahópi sínum vegna sektar sem liðið fékk frá franska körfuknattleikssambandinu.

Hann lék því æfingarleiki með liðinu en ekki í deildinni. Sigurður er því laus frá Frakklandi og leitar af nýju liði. Hann lék frábærlega með ÍR á síðustu leiktíð en segir í samtali við Körfuna að hann ætli sér áfram að spila erlendis á tímabilinu.

Verulega litlar líkur eru á að við munum sjá Sigurð leika í Dominos deildinni í vetur en spenanndi verður að sjá hver næstu skref hans verða.

Fréttir
- Auglýsing -