spot_img
HomeFréttirSigurður: Kvíðum því ekki að fara í DHL-Höllina

Sigurður: Kvíðum því ekki að fara í DHL-Höllina

 
,,Það er bara kominn einn heimasigur í öllum undanúrslitunum, það er mjög skrýtið. Ég samt hef enga skýringu á því, veit ekkert útaf hverju þetta er svona en í þessu einvígi eru KR og Snæfell mjög jöfn lið og það er eitt atriði sem getur skorið úr um hvernig leikirnir fara,“ sagði Sigurður Þorvaldsson í samtali við Karfan.is eftir 72-76 ósigur Snæfells í Stykkishólmi gegn KR í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla.
,,Sóknarleikurinn okkar var ekki til staðar í fjórða leikhluta, þetta var allt eitthvað einn gegn einum, lítil samvinna og ekkert spil, bara mjög dapurt,“ sagði Sigurður og enn eina ferðina fengu Hólmarar kennslustund í fráköstum og það í Fjárhúsinu! Miðað við að bæði lið hafi nú tapað báðum heimaleikjum sínum í einvíginu er þá nokkur leið að sjá hvernig hlutirnir muni ganga fyrir sig í oddaleiknum?
 
,,Það verður bara pökkuð höll og við kvíðum því svo sem ekkert að fara í DHL-Höllina, það verður sami barningur og núna en við verðum að sjá til þess að þessir vendipunktar í leiknum falli okkar megin en ekki þeirra megin. Mér fannst t.d. öll stóru atriðin vera KR megin í kvöld og þess vegna unnu þeir,“ sagði Sigurður sem gerði 12 stig í leiknum og tók 13 fráköst í liði Snæfells.
 
Fréttir
- Auglýsing -