spot_img
HomeFréttirSigurður Ingimundarson: Reiðubúnir í erfiðan leik

Sigurður Ingimundarson: Reiðubúnir í erfiðan leik

{mosimage}

 Íslenska landsliðið hélt í gær til Tiblisi í Georgíu en íslenska liðið mætir heimamönnum á morgun og er það annar leikur Íslands í B-deild Evrópukeppninnar. Í Georgíu er búist við því að um 10 þúsund manns mæti á leik Georgíu og Íslands. Snöggtum fleiri en mættu í Laugardalshöll á miðvikudag. 

Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson segir sína menn vera klára í slaginn. „Við erum vel undirbúnir og því hefði ég viljað fá sigur gegn Finnum. Georgíumenn eru sterkir á heimavelli en við erum hvergi bangnir,“ sagði Sigurður.

 

Eins og áður greinir þá er búist við um 10 þúsund manns á leikinn á morgun og von á hörkuleik. „Það er alltaf mikið líf og fjör á leikjum í Georgíu og þeir munu spila af hörku en við erum reiðbúnir í erfiðan leik,“ sagði Sigurður.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -