spot_img
HomeFréttirSigurður Ingimundarson: 1. deildin aldrei verið sterkari

Sigurður Ingimundarson: 1. deildin aldrei verið sterkari

14:30

{mosimage}

Þó ein umferð sé eftir í 1. deild karla er ljóst hvaða lið komast í úrslitakeppnina þó ekki sé enn ljóst hvaða lið mætast en það skýrist í kvöld. Við á karfan.is höfðum samband við nokkra hákarla og fengum þá til að svara nokkrum spurningum um úrslitakeppnina.

 

Fyrstur á vegi okkar varð Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur.

Hvernig lýst þér á úrslitakeppnina í 1. deild karla?
Mér líst mjög vel á hana. Mér er til efs að 1. deildin hafi  verið svona sterk áður og er það mjög flott.

Hvaða lið fer upp? Það er flókið að spá um hvað lið fylgir Breiðablik upp um deild. Valur , FSu ogÁrmann munu kljást um það og eins og liðin eru skipuð í dag þá er von á rosalegrikeppni.

Hvaða leikmönnum kemur til með að mæða mest á? Öll liðin eru með þó nokkuð marga góða leikmenn í sínum röðum og er það gott mál að ekki snúist leikur liðana um einhverja einstaka leikmenn , heldur mun framlag liðsins skila árangri.

Mun Pétur Ingvarsson leika sama leik og hann gerði með Hamar á sínum tíma? Ármenningar blanda sér heldur betur í baráttuna og hafa verið sniðugir að fá til sín leikmenn, ekki síst að fá George Byrd inn í lokasprettinn. Að þeir hafi síðan fengið Pétur til sín var mjög klókt , því það fer góður þjálfari sem náð hefur árangri og hefur áður farið með lið upp um deild.

Er tími FSu kominn? FSu hafa verið að gera afar áhugaverða hluti og eru nú með mjög gott lið sem vissulega hafa burði til að sigra deildina.

Verða Valsarar að bíða í 1. deild í eitt ár enn? Valsmenn munu gera harða atlögu að því að fara upp . Þeir hafa fínan mannskap og hafa verið að spila vel seinni hlutann á tímabilinu, þannig að hjá þeim er þetta spurning um að allt smelli saman í úrslitakeppninni.

Komast Haukar upp á erlends leikmanns? Haukar hafa spilað mun betur en menn héldu kannski fyrir tímabilið . Þeir misstu nokkra menn og styrktu það ekki með útlenskum leikmönnum , heldur hafa tekið þann kostinn að spila á sínum mönnum og látið yngri menn spila og ég er ánægður með það hjá þeim. Ég held að það eigi eftir að skila sér í sterkari liði strax á næsta ári hjá þeim.

[email protected] 


Mynd: www.vf.is/[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -