spot_img
HomeFréttirSigurður: Hugarfarið var allt annað

Sigurður: Hugarfarið var allt annað

 
,,Ég sá að tíminn var búinn þegar Gunnar Stefánsson greip boltann svo ég var alveg rólegur en Keflavík fór full nærri en eftir stendur að við sigruðum og það er einmitt það sem við ætluðum okkur að gera,“ sagði Sigurður Ingimundarson í samtali við Karfan.is eftir leik. Gunnar Stefánsson tók lokaskotið í leiknum eftir sóknarfrákast Keflavíkur en tíminn rann út áður en Gunnar náði skoti og karfan því ekki gild sem Gunnar skoraði. Njarðvíkingar fögnuðu því 86-88 sigri og staðan 2-1 í einvíginu Keflavík í vil.
,,Keflavík setti allt ofan í á lokasprettinum og vissulega hefur maður séð þetta áður að lið með mikið forskot fer að verja það á lokasprettinum. Keflvíkingar voru einbeittir á lokasprettinum en við unnum,“ sagði Sigurður en hvað voru Njarðvíkingar að laga hjá sér fyrir leik kvöldsins?
 
,,Sóknin var mun betri en aðalatriðið var að hugarfarið var allt annað en það hefur verið undanfarið. Menn ætla sér ekki að fara sofandi í gegnum úrslitakeppni, það gat ekki verið. Við vorum bara ekkert sáttir við spilamennskuna og vildum virkilega hitta á góðan leik,“ sagði Sigurður en varðandi næsta leik í Njarðvík, hvernig verður þeirri baráttu háttað?
 
,,Við ætlum bara að mæta klárir enda höfum við ekki unnið leik í Njarðvík í úrslitakeppninni svo næsti leikur verður skoðaður vel og vandlega.“
 
Fréttir
- Auglýsing -