spot_img
HomeFréttirSigurður Gunnar: Ertu að hlusta á þjálfarann þinn eða ekki?

Sigurður Gunnar: Ertu að hlusta á þjálfarann þinn eða ekki?

Viðtalsefni Karfan.is að þessu sinni er Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Siggi er rúmlega tveggja metra Vestfirðingur og hefur gælunöfn á borð við Ísafjarðartröllið, Siggi Stóri og jafnvel Ísbjörninn. Hann ræddi upphafið hjá KFÍ, ákvörðunina að fara til Keflavíkur og seinna til Grindavíkur og hörkuæfingar sem áttu sér stað í íþróttahúsunum á Suðurnesjunum.

 

Solna Vikings var fyrsta stoppið hans í atvinnumennskunni erlendis og hann ber sænsku deildina saman við þá íslensku áður en grísku árin eru rædd. Machites Doxas Pefkon og AE Larissa voru ólík lið og Siggi átti tvö mjög ólík ár hjá þeim áður en stefnan var tekin aftur heim í fyrra. Hann spilaði með Grindavík á seinasta tímabili og gengst við því að liðið hafi spilað undir væntingum þó það hafi ekki ráðið því að hann ákvað að skipta um lið.

 

ÍR og Hertz-hellirinn verður nýtt heimili Sigga á þessu ári og hann ræðir hvaða áhrif fleiri evrópskir leikmenn hafi á Dominos deildina. Landsliðin og það að missa af tveimur EM er umtalsefni og undir lokin ræðum við um leikmannaferil Sigga á heildina og hvernig hann hafi komist svona langt í íþróttinni. Njótið vel.

Umsjón: Helgi Hrafn Ólafsson

 

Þátturinn er einnig á iTunes

 

Dagskrá:
00:00:30 - Siggi kynntur og ræðir upphafið (KFÍ)
00:04:10 - Siggi fer til Suðurnesja (Keflavík)
00:07:50 - Siggi breytir til á Reykjanesinu (Grindavík)
00:11:15 - Siggi leggst í víking og fer til Svíþjóðar (Solna Vikings)
00:17:40 - Siggi heldur suður til Grikklands (Machites Doxas Pefkon)
00:24:20 - Siggi skiptir um grískt lið (AE Larissa)
00:34:45 - Siggi snýr aftur heim á klakann (Grindavík)
00:40:10 - Siggi kemur til Breiðholtsins (ÍR)
00:43:45 - Siggi ræðir næsta tímabil og fleiri evrópska leikmenn
00:47:15 - Siggi vegur og metur kraftröðun Karfan.is
00:49:10 - Siggi rifjar upp fyrsta landsleikinn og EM 2015 og 2017
00:57:25 - Siggi þolir ekki að tapa og minnist tveggja slíkra
01:00:30 - Siggi vindur ofan af velgengninni

 

 

Fréttir
- Auglýsing -