spot_img
HomeFréttirSigurður Gunnar ekki áfram í Keflavík - KR eða Grindavík ?

Sigurður Gunnar ekki áfram í Keflavík – KR eða Grindavík ?

Nú er orðið ljóst að Sigurður Gunnar Þorsteinsson mun ekki endurnýja samning sinn við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Þessi niðurstaða var ljós í gær, eftir að samningaviðræður sem staðið hafa yfir síðustu vikur, sigldu í strand. Eftir því sem heimasíða Körfuknattleiksdeild Keflavíkur segir þá buðu Keflavíkingar Sigurði betri samning og spenntu bogann eftir ítrustu getu en án árangurs.
Sigurður mun því kveðja herbúðir Keflvíkinga eftir að hafa spilað með klúbbnum síðastliðin 5 tímabil. Hann kom upprunalega til Keflavíkur frá KFÍ árið 2006, þá 18 ára gamall. Hann varð Íslandsmeistari með Keflvíkingum tímabilið 2007-2008. Á yfirstöðnu tímabili var Sigurður með 15.7 stig og 7.9 fráköst að meðaltali í leik.

Þetta hlýtur þá að þýða að Sigurður sé við það að semja annað hvort við Grindvíkinga eða Íslandsmeistara KR. En úr herbúðum KR hefur það kvisast út að Fannar Ólafsson ætli jafnvel að leggja skóna á hilluna og því yrði Sigurður kjörinn í að reyna að fylla hans skarð.

Fréttir
- Auglýsing -