Bikarúrslitin í Laugardalshöll fara fram næsta laugardag en þar mætast í kvennaflokki Keflavík og Grindavík. Keflvíkingar urðu fyrir gríðarlegum búsifjum á dögunum þegar í ljós kom að Carmen Tyson-Thomas yrði frá þar sem hún er með tvö brotin rifbein og eitt brákað til viðbótar. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur sagði á blaðamannafundi KKÍ fyrir bikarúrslitin að þrátt fyrir fjarveru Carmen á laugardag væri Keflavík t.d. með fullt af ungum stelpum sem virkilega langar í sigur í Höllinni.



