spot_img
HomeFréttirSigurður Friðrik og Daníel til liðs við Valsmenn

Sigurður Friðrik og Daníel til liðs við Valsmenn

13:50
{mosimage}

(Sigurður semur við Valsmenn en hann hefur m.a. leikið með UMFN og Grindavík)

Yngvi Gunnlaugsson þjálfari 1. deildarliðs Valsmanna hefur tryggt sér starfskrafta þeirra Sigurðar Friðriks Gunnarsson og Daníels A. Kazmi. Sigurður kemur úr röðum Ármanns í 1. deildinni en Daníel úr herbúðum Snæfells.

,,Ég er mjög sáttur, þetta eru tveir ólíkir leikmenn sem geta spilað fleiri en eina stöðu og auka breiddina hjá okkur til muna og gaman að fá þá til liðs við Val,“ sagði Yngvi í samtali við Karfan.is. Sigurður Friðrik gerði 14,8 stig að meðaltali í leik með Ármanni á síðustu leiktíð en Daníel var með 2,2 stig fyrir Snæfell í úrvalsdeildinni.

,,Þeir hafa báðir reynslu úr úrvalsdeildinni og annar hefur staðið sig mjög vel í fyrstu deildinni,“ sagði Yngvi sem er ekki búinn að loka leikmannahópi Vals. ,,Við misstum nokkra frá okkur eins og Rob Hodgson, Jason Harden sem er að flytjast til Noregs og þá verður Steingrímur Ingólfsson ekki með okkur en hans mál eru óákveðin um þessar mundir,“ sagði Yngvi sem á síðustu leiktíð stýrði kvennaliði Hauka til sigurs í Iceland Express deildinni en er nú kominn heim að Hlíðarenda.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -