spot_img
HomeFréttirSigurður Elvar og Pétur með sigur í Borgarnesi

Sigurður Elvar og Pétur með sigur í Borgarnesi

15:14 

{mosimage}

(Sigurður Elvar á fleygiferð)

Golfmót körfuboltamanna 2007 fór fram í tíunda sinn á Hamarsvelli í Borgarnesi föstudaginn 8.júní. Var leikið á nýjum 18 holu velli þeirra Borgnesinga sem er afar spennandi völlur og á örugglega eftir að laða að sér marga kylfinga á komandi árum.  

Þátttakan var þokkaleg eða fjörutíu og fjórir, þar af voru sjö konur, sem er met þátttaka hjá þeim.

Veðurguðirnir voru keppendum nokkuð hagstæðir. Blaðamaðurinn og eitt sinn stjörnubakvörðurinn Sigurður Elvar Þórólfsson hafði sigur í flokki án forgjafar en Pétur Sigurðsson, leikmaður Skallagríms hafði sigur í flokki með forgjöf. 

Úrslit mótsins 

Með forgjöf:

1. Pétur Sigurðsson, Borgarnesi

2. Lárus Svanlaugsson, Reykjavík

3. Lárentsínus Ágústsson, Hafnarfirði 

Án forgjafar:

1. Sigurður Elvar Þórólfsson, Akranesi

2. Finnur Jónsson, Borgarnesi

3. Hörður Bergsteinsson, Reykjavík

 

www.kki.is

Mynd: Morgunblaðið

Fréttir
- Auglýsing -