spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSigurður ekki meira með á tímabilinu

Sigurður ekki meira með á tímabilinu

Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍR hefur leikið sinn fyrsta og síðasta leik fyrir ÍR á tímabilinu. Hann sleit krossband í hné í fyrsta leik sínum á tímabilinu gegn Þór Ak. Það var RÚV sem greindi frá þessu fyrr í kvöld.

Miðherjinn sterki samdi við ÍR á ný fyrir nokkru eftir stutta veru í Frakklandi í byrjun tímabils. Sigurður var í úrvalsliði Dominos deildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann fór fyrir liði ÍR sem fór alla leið í úrslit deildarinnar.

Í sínum fyrsta leik eftir heimkomuna meiddist Sigurður eftir að hafa einungis verið inná í rúmar 9 mínútur. Hann fór sárþjáður af velli en hafði vonast til þess að meiðslin væru ekki eins slæm og þau litu út fyrir. Í samtali við RÚV staðfesti hann svo að myndataka hafi sýnt að krossbandið væri slitið.

Hræðilegar fregnir fyrir ÍR sem tapaði í kvöld stórt gegn Haukum í Dominos deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -