spot_img
HomeFréttirSigurður: Ekki í viðræðum við lið hérlendis

Sigurður: Ekki í viðræðum við lið hérlendis

Eins og áður hefur komið fram í dag mun Solna Vikings ekki leika í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var á mála hjá félaginu síðasta tímabil en samningur hans við sænska liðið er útrunninn.

„Ég var ekki með samning fyrir næsta tímabil og vissi að þeir væru peningalitlir svo við vorum ekki í neinum samningaviðræðum,“ sagði Sigurður í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu. 

Hvernig standa þá mál Sigurðar um þessar mundir?
„Ég hef ekki verið í viðræðum við lið hér heima en það er verið að skoða markaðinn úti,“ sagði Sigurður og ljóst að hugur hans liggur áfram utan landsteinanna. 

Fréttir
- Auglýsing -