spot_img
HomeFréttirSigurðu Ingimundarson: Skotnýtingin ófyrirgefanleg

Sigurðu Ingimundarson: Skotnýtingin ófyrirgefanleg

10:30

{mosimage}
(Sigurður ræðir við leikmenn íslenska liðsins í leiknum í gær)

Sigurður Ingimundarson var langt frá því að vera ánægður með spilamennsku liðsins í gærkvöldi.  “ Ég hefði viljað sjá okkur spila allan leikinn eins og við gerðum í seinni hálfleik, þá hefði verið annað uppá teningnum í seinni hálfleik”.  Siguður talaði um það eftir danaleikinn að hann hefði viljað sjá ákveðnari sóknarleik en sú varð ekki raunin í í gærkvöldi.  Er sóknarleikurinn ykkar helsta vandamál? “ Já svona yfirleitt, sérstaklega eins og var í fyrri hálfleik, við vorum ekki að setja neitt ofaní af tveggja stiga skotunum.  Skotnýtingin okkar var hræðileg og prósentan ömurleg,(innskot blaðamans :21%) já sem er nátturulega bara ófyrirgefanlegt.  Stóru mennirnir voru bara ekki að fara af nógu miklum krafti upp að körfunni, það er ekki flóknara”.
Það verður þó ekki tekið af liði Svartfjallalands að þetta er virkilega sterk körfuknattleiksþjóð.  “  Já við gefum þeim það alveg, þetta eru mjög góðir leikmenn og það er nátturulega ekkert auðvelt að fara alltaf upp á móti mönnum sem eru miklu hærri en við hefðum átt að gera betur.  Við sýndum það í seinni hálfleik að við getum betur og ég hefði viljað sjá það allan leikinn”. 

Næsta verkefni Íslenska landsliðsins er útileikur gegn Austurríki á laugardaginn næstkomandi.  “Sá leikur ræður í raun bara úrslitum um hvort við erum með í baráttunni um annað sætið.  Við verðum að vinna þann leik og ef við spilum eðlilegan leik þá getum við unnið þetta.  Við ætlum okkur sigur og að halda okkur á lífi í riðlinum, það verður allt lagt í sölurnar”. 

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -