spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSigurbjörg Rós og Diljá Ögn í Garðabæinn

Sigurbjörg Rós og Diljá Ögn í Garðabæinn

Stjarnan hefur samið við þær Diljá Ögn Lárusdóttur og Sigurbjörgu Rós Sigurðardóttur fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Diljá Ögn er 18 ára og kemur til liðsins frá Fjölni, en þar hefur hún leikið upp yngri flokka, sem og með meistaraflokksliðum félagsins. Með b liði Fjölnis skilaði hún 12 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð.

Sigurbjörg Rós er öllu reynslumeiri leikmaður, sem leikið hefur með meistaraflokki frá árinu 2012. Með Skallagrím frá 2012 til 2017, en ÍR allar götur síðan. Í 20 leikjum með ÍR á síðasta tímabili í fyrstu deildinni skilaði Sigurbjörg 4 stigum og 5 fráköstum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Diljá kemur frá uppeldisfélaginu sínu Fjölni en á síðasta tímabili spilaði hún þar með Fjölni B og skilaði 12.1 stigi, 4.1 frákasti og 3.5 stoðsendingum ásamt því að spila með stúlknaflokki félagins.
Sigurbjörg Rós hefur spilað með ÍR síðustu ár og var m.a. fyrirliði liðsins á þeim tíma. Á síðasta tímabili var hún með 3.7 stig, 4.9 fráköst og 1 stoðsendingu að meðaltali á tæplega 14 mín spiluðum. Sigurbjörg kemur því með mikilvæga reynslu inn í lið Stjörnunnar fyrir komandi átök.

Fréttir
- Auglýsing -