spot_img
HomeFréttirSiguratriði U18 stúlkna á kvöldvöku íslensku liðanna

Siguratriði U18 stúlkna á kvöldvöku íslensku liðanna

Eftir að keppni var lokið á NM 2019 í dag var haldin kvöldvaka þar sem liðin kepptu sín á milli um besta atriðið. Siguratriðið í ár var U18 lið stúlkna sem var með dansatiði sem var að eigin sögn þrælæft og metnaðarfullt. Hin liðin voru öll með atriði sem má finna hér að neðan. Að auki voru fleiri keppnir á borð við mannlegir pýramídar, froskahopp og fleira.

Að lokum sungu þeir leikmenn sem voru að leika á sínu síðasta Norðurlandamóti, þ.e. að verða 18 ára á árinu lokalag. Lagið var að sjálfsögðu Draumur um Nínu en þessi hefð hefur skapast og haldið í ansi mörg ár.

Myndasafn frá kvöldvökunni má finna hér

Myndband af öllum atriðum ársins má finna hér að neðan:sæti: (U18 stúlkna)

Fyrsta sæti U18 Stúlkna

Annað sæti U16 Stúlkna

Þriðja sæti U16 Drengja

Fjórða sæti U18 Drengja

Fréttir
- Auglýsing -