12:00
{mosimage}
(Brynjar glímir við smávægileg ökklameiðsli um þessar mundir)
Brynjar Þór Björnsson leikmaður Francis Marion University hefur ekki leikið síðustu tvo leiki með skólanum sökum meiðsla. Brynjar á við smávægileg meiðsli að stríða í ökkla og er þetta vissulega svekkjandi fyrir Brynjar sem hefur verið að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið undanfarið.
Francis Marion mætti Clayton St. þann 24. janúar síðastliðinn og varð FMU að sætta sig við 63-53 ósigur í leiknum en í nótt rofaði til þegar FMU tók á móti Lander skólanum og hafði betur 68-62.



