Martin Hermannsson skoraði 10 stig í 70:60 tapi LIU gegn Robert Morris háskólanum í nótt. Martin spilaði 37 mínútur í leiknum og tók að auki 4 fráköst og sendi 6 stoðsendingar.
Gunnar Ólafsson og Dagur Kár Jónsson spiluðu einnig í nótt og mættu samnefndu liði sínu, Saint Francis University. Svo fór að St. Francis Brooklyn sigraði leikinn, 56:73. Okkar menn komu við sögu en Gunnar spilaði 22 mínútur og setti einn þrist og slíkt hið sama gerði Dagur ásamt því að senda 2 stoðsendingar.
Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Barry Bucs sigruðu lið Tampa Spartans, 81:70 þar sem að Elvar átti stórleik. Elvar skoraði 19 stig og sendi 7 stoðsendingar á félaga sína á þeim 36 mínútum sem honum voru úthlutaðar.
Stúlkurnar í Marist með Lovísu Henningsdóttir innanborðs sigruðu svo lið Iona með 69 stigum gegn 49. Lovísa kom við sögu í 4 mínútur og setti niður 1 stig.



