spot_img
HomeFréttirSigur Njarðvíkinga á Blikum(Umfjöllun)

Sigur Njarðvíkinga á Blikum(Umfjöllun)

06:00

{mosimage}
(Úr leiks Breiðabliks og Skallagríms fyrr í vetur)

Á föstudaginn fór fram leikur UMFN og Breiðabliks í 1. deild kvenna. Fyrirfram var ekki búist við spennandi leik því Njarðvíkurstúlkur í 3 sæti deildarinnar en Blikastúlkur sitja á botninum. Blikastúlkur byrjuðu leikinn vel og komu nokkuð á óvart og staðan í lok 1 leikhluta var 18-18.

Í upphafi 2. leikhluta tóku Blikastúlkur af skarið og leiddu naumlega mestan hluta leikhlutans. Njarðvíkurstúlkur spýttu þó í lófana síðustu mínúturnar og komust yfir á lokasekúndu leikhlutans með þriggja stiga flautukörfu frá Önnu Maríu Ævarsdóttur og staðan að loknum 2. leikhluta var 34-33.

Í þriðja leikhluta komu Njarðvíkurstúlkur grimmar til leiks og hófu að pressa. Við það kom nokkuð fát á leik Blikastúlkna. Njarðvíkurstúlkur náðu 5 stiga forskoti í leikhlutanum og staðan að honum loknum var 51-46.

Í 4. leikhluta var gæfan ekki með blikastúlkum því Njarðvíkurstúlkur héldu áfram að pressa og Blikar misstu fjóra leikmenn út af með 5 villur á fyrstu mínútunum í leikhlutanum. Þegar 6 mínútur voru eftir voru blikastúlkur aðeins fjórar eftir á vellinum og dómara leiksins voru ekki alveg með það á hreinu hvort leikurinn mætti halda áfram. Eftir stutt samtal og óumbeðnar ráðleggingar frá þjálfurum beggja lið hélt leikurinn áfram. Njarðvíkurstúlkur tóku þennan leikhluta með trompi og unnu leikinn sannfærandi 75- 54.

Stigahæstar í liði UMFN voru Dísa Edwards sem var með14 stig og Dagmar Traustadóttir með 11.

Atkvæðamestar hjá Blikum voru Gunnhildur Erna Theodórsdóttir með 16 stig og Sigríður Antonsdóttir með 14.

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -