spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSigur Keflvíkinga aldrei í almennilegri hættu

Sigur Keflvíkinga aldrei í almennilegri hættu

Á Sunnubrautinni í Keflavík fór fram stórleikur í kvöld í Bónus deild kvenna þegar Haukakonur gönnuðu brautina til þess að etja kappi við heimakonur í Keflavík. Haukar vildu komast aftur á beinu brautina eftir tap fyrir Grindavík í síðustu umferð en eina tap Keflavíkur í vetur var gegn Val í fyrstu umferð. 

Keflavík sýndu strax í fyrsta leikhluta hvers vegna margir spá því að þær lyfti titlinum í vor og söltuðu fyrsta leikhluta 29-11. Haukar réðu illa við hraðar sóknir heimakvenna sem fóru einnig nokkuð óhikað upp að körfunni án mikillar mótspyrnu. Haukar bitu þó frá sér í öðrum leikhluta með Tinnu Guðrúnu í broddi fylkingar og unnu leikhlutann 22-14 og staðan í hálfleik 43-33. 

Síðari hálfleikurinn var ekki eins kaflaskiptur og og báðir leikhlutarnir unnust með tveggja stiga mun í sitthvora áttina, en einhvernvegin var sigur Keflvíkinga aldrei í almennilegri hættu og þær virka á undirritaðan eins og besta lið deildarinnar í augnablikinu, 94-84.

Hjá heimakonum var Sara Rún Hinriksdóttir frábær með 28 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 32 stig fyrir Hauka. Sigurinn lyftir Keflavík upp í fimmta sætið en Haukar sitja í því sjötta.

Tölfræði leiks

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 28/6 fráköst/6 stoðsendingar, Keishana Washington 26/7 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 14/4 fráköst, Anna Lára Vignisdóttir 10/5 fráköst/5 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 9/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Agnes María Svansdóttir 2/5 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 0, María Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0, Lísbet Lóa Sigfúsdóttir 0, Oddný Hulda Einarsdóttir 0.


Haukar: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 32/6 fráköst, Krystal-Jade Freeman 16/7 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 11/6 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8/5 stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir 7/5 stoðsendingar, Amandine Justine Toi 5/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 5, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -