Strákarnir í U18 karla virtust ætla spila þennan leik gegn Eistum alveg nákvæmlega eins og stúlkurnar í U18. Klaufagangur í sóknarleik framan af sem leiddi af sér 8 tapaða bolta í fyrsta leikhluta. Flestir þessarra töpuðu bolta voru óþvingaðir svo ekki var það varnarleikur Eista sem var vandamálið.
Eistar hittu gríðarlega vel fyrir utan og var Ísland undir 19-26 eftir 1. hluta.
Leikur Íslands snarbatnaði í 2. hluta. Boltinn gekk og varnarleikurinn hertist. Fyrri hálfleik lauk svo með þrist frá Jóni Arnóri Sverrissyni rétt áður en leiktíminn rann út og kom hann þá Íslandi 2 stigum yfir, 43-41.
Klaufagangurinn í sóknarleik Íslendinga hélt áfram í seinni hálfleik og töpuðust alls 21 bolti hjá þeim í öllum leiknum. Einstaklingsframtakið réði oft ríkjum í sóknarleiknum en slakur Eista bauð oftast upp á það.
Leikurinn hélst jafn allt þar til loka leiks en bæði lið fengu oft tækifæri til að klára hann en án árangurs. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma svo grípa þurfti til framlengingar.
Leikur beggja liða breyttist lítið í framlengingunni en Íslenska liðið átti betri dag á vítalínunni og landaði 89-88 sigri eftir mjög spennandi lokamínútur.
Stigaskor Íslands: Kári Jónsson 21, Snorri Vignisson 14, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14, Halldór Garðar Hermannsson 10, Sveinbjörn Jóhannesson 8, Ragnar Helgi Friðriksson 7, Hilmir Kristjánsson 5, Breki Gylfason 5, Jón Arnór Sverrisson 3, Tryggvi Snær Hlínarsson 2.



