spot_img
HomeFréttirSigur í tilþrifalitlum leik(Umfjöllun)

Sigur í tilþrifalitlum leik(Umfjöllun)

14:20

{mosimage}

Þór Þorlákshöfn vann Hauka í gærkvöldi að Ásvöllum 58-70 í 1. deild karla. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og hvorugt lið náði flugi í leik sínum. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þá náði Þór góðu forskoti í seinni hálfleik og unnu sinn þriðja sigur i vetur.

Haukar leiddu 20-18 eftir fyrsta leikhluta en það voru þó Þórsarar sem voru betri mest allan leikhlutann. Haukar beittu svæðisvörn sem virkaði lítið og gestirnir nýttu sér það og skoruðu auðveldar körfur. Þór var yfir allan leikhlutann alveg þangað til í endann en þá skoraði Haukur Óskarsson þriggja-stiga körfu fyrir Hauka og kom þeim yfir 20-18 og endaði leikhlutinn þannig.

{mosimage}

Í stöðunni 28-28 í öðrum leikhluta náðu Þórsarar góðum kafla þar sem þeir skoruðu tólf stig gegn tveimur. Á þeim kafla skoraði Tom Port níu stig en hann skoraði alls 19 stig í fyrri hálfleik. Haukar náðu aðeins að minnka muninn fyrir loka hálfleiksins og voru sex stigum undir 34-40 í hálfleik.

Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel og héldu Haukum niðri í sókninni. Á meðan skoruðu þeir nokkrar körfur og voru komnir með álitlegt forskot eftir fimm mínútur. Haukar áttu fá svör og voru að spila afar illa.

Haukar reyndu að pressa í fjórða leikluta en Þórsarar leystu hana ágætlega og unnu að lokum sanngjarnan sigur 58-80.

{mosimage}

Þó að Þórsarar unnu þá áttu þeir engan stjörnuleik en þeir gerðu hlutina einfalda og uppskáru eftir því. Þeirra bestur var Tom Port en hann skoraði 34 stig og Haukar réðu ekkert við hann. Isaac Westbrooks átti einnig góðan dag.með 11 stig og 9 fráköst.

Hjá Haukum var Sigurður Einarsson stigahæstur með 21 stig en flestir í Haukaliðinu áttu dapran dag. Emil Barja, 16 ára, kom sterkur af bekknum undir lokin og skoraði 2 stig og var hann eini ljósi punktur Hauka í leiknum.

Tölfræði

Staðan

myndir: [email protected]

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -