spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSigur í síðasta leiknum í Bónus deildinni í bili

Sigur í síðasta leiknum í Bónus deildinni í bili

Höttur hafðu betur gegn Álftanesi í lokaleik deildarkeppni Bónus deildar karla á Egilsstöðum, 99-95.

Hattarmenn voru fallnir úr deildinni fyrir leikinn, en þeir enda hana í 11. sætinu með 12 stig. Með tapinu fór Álftanes niður um sæti og enda þeir í 6. sæti deildarinnar með 22 stig, en þeir mæta næst Njarðvík í 8 liða úrslitum úrslitakeppni deildarinnar.

Eftir nokkuð brösugar upphafsmínútur náðu heimamenn í Hetti góðum tökum á leiknum. Leiddu þeir leikinn þó ekki með miklu, mest með 10 stigum í þriðja fjórðungnum og náði Álftanes í tvígang að vinna forskotið niður.

Undir lokin var Höttur þó sterkari aðilinn og vinna þeir leikinn að lokum með fjórum stigum, 99-95.

Atkvæðamestur heimamanna í kvöld voru Nemanja Knezevic með 21 stig og 13 fráköst. Fyrir Álftanes var Justin James atkvæðamestur með 27 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -