spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSigur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé hjá heimakonum í Keflavík

Sigur í fyrsta leik eftir landsleikjahlé hjá heimakonum í Keflavík

Keflavík lagði nýliða KR í Blue höllinni í kvöld í áttundu umferð Bónus deildar kvenna.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 10 líkt og Stjarnan í 4. til 6. sætinu.

Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Ná að vera skrefinu á undan í fyrsta fjórðungnum og eru mest 10 stigum yfir í þeim fyrsta, en munurinn var aðeins 4 stig að honum loknum. Undir lok fyrri hálfleiksins jafnast leikar aðeins meira og skiptast liðin í nokkur skipti á forskotinu, sem er aðeins eitt stig heimakonum í vil í hálfleik.

Keflavík mætti svo mun betur til leiks í seinni hálfleiknum. Ná að byggja sér upp gott forskot í þeim þriðja, en fyrir lokaleikhlutann leiða þær með 20 stigum. Í honum nær KR svo aldrei að komast inn í leikinn aftur. Keflavík siglir að lokum gífurlega öruggum 23 stiga sigur í höfn, 86-63.

Stigahæstar fyrir KR í leiknum voru Molly Kaiser með 16 stig og Rebekka Rut Steingrímsdóttir með 14 stig.

Fyrir Keflavík var stigahæst Sara Rún Hinriksdóttir með 24 stig og Keishana Washington bætti við 21 stigi.

Tölfræði leiks

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 24/7 fráköst/7 stolnir, Keishana Washington 21/10 fráköst/5 stolnir, Agnes María Svansdóttir 12/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11, Anna Lára Vignisdóttir 6/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Anna Ingunn Svansdóttir 4, Eva Kristín Karlsdóttir 2/6 fráköst, Oddný Hulda Einarsdóttir 2, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Telma Lind Hákonardóttir 0, Lísbet Lóa Sigfúsdóttir 0.


KR: Molly Kaiser 16/6 fráköst, Rebekka Rut Steingrímsdóttir 14, Eve Braslis 7/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 7/6 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 7/5 fráköst, Arndís Rut Matthíasdóttir 3/4 fráköst, Lea Gunnarsdóttir 3, Anna María Magnúsdóttir 3, Kristrún Ríkey Ólafsdóttir 2/9 fráköst, Kristrún Edda Kjartansdóttir 1, Helena Haraldsdottir 0, Anna Margrét Hermannsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -