spot_img
HomeFréttirSigur hjá Zaragoza en Manresa tapaði

Sigur hjá Zaragoza en Manresa tapaði

CAI Zaragoza vann nauman sigur í ACB deildinni á Spáni um helgina þegar liðið tók á móti Fuenlabrada. Jón Arnór Stefánsson gerði fjögur stig í leiknum en Haukur Helgi Pálsson og félagar máttu þola sex stiga tap á útivelli.
Zaragoza 80-78 Fuenlabrada
Jón Arnór var í byrjunarliðinu og gerði fjögur stig í leiknum á tæpum 16 mínútum. Sigurinn hefði mögulega verið stærri ef Jón hefði spilað meira en Zaragoza var 12 með hann inni á vellinum! Jón tók einnig tvö fráköst í leiknum.
 
Alicante 76-70 Manresa
Justin Doellman gerði 17 stig fyrir Manresa og Haukur Helgi Pálsson kom ekki við sögu í leiknum.
 
Eftir helgina er Zaragoza í 9. sæti ACB deildarinnar með 15 sigra og 15 tapleiki en Manresa í 10. sæti með 14 sigra og 16 tapleiki.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -