María Ben Erlingsdóttir og liðsfélagar í bandaríska háskólaliðinu UTPA unnu góðan 78-66 sigur á Sam Houston State skólanum í gær. Leikurinn var næstsíðasti leikur UTPA á árinu en liðið mætir Baylor annað kvöld í síðasta leik ársins.
María skoraði 4 stig í sigurleiknum í gær á 14 mínútum en hún tók einnig 3 fráköst en sex leikmenn liðsins gerðu 10 stig eða meira.




