spot_img
HomeFréttirSigur hjá TCU: Helena í sögubækurnar

Sigur hjá TCU: Helena í sögubækurnar

 
TCU landaði góðum 68-60 sigri í bandarísku háskóladeildinni í körfuknattleik um helgina þegar UNLV skólinn kom í heimsókn í Daniel-Meyer Coliseum, heimavöll TCU. Helena gaf þær stoðsendingar sem upp á vantaði og varð um helgina stoðsendingahæsti leikmaður skólans frá upphafi! Enn ein rósin í hnappagatið hjá þessum frábæra leikmanni.
Helena skoraði 24 stig í leiknum og þar af komu 19 í síðari hálfleik og á köflum fór hún mikinn og skoraði m.a. 8 stig í röð fyrir TCU sem jafnan kalla sig ,,Horned Frogs.” Helena gerði eins og áður greinir 24 stig, tók 7 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 7 boltum í leiknum. Þá er Helena byrjunarliðsmaður hjá TCU í 110 leikjum og skipar 3. sætið á lista í þeim efnum hjá skólanum.
 
Fréttir
- Auglýsing -