Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Sundsvall Dragons lönduðu 89-81 heimasigri gegn Umea BSKT þar sem Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur með 16 stig og 2 fráköst.
Ægir Þór Steinarsson bætti við 10 stigum, Hlynur Bæringsson gerði 6 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og þá var Ragnar Nathanaelsson með 4 stig og 7 fráköst.
Sundsvall er í 6. sæti sænsku deildarinnar með 3 sigra og 4 tapleiki. Sigurður Gunnar og Solna eru í 7. sæti með 2 sigra og 4 tapleiki og þá eru Haukur Helgi Pálsson og LF Basket í 5. sæti með 4 sigra og 2 tapleiki.
Staðan í sænsku deildinni
Grundserien
| Nr | Lag | V/F | Poäng |
|---|---|---|---|
| 1. | Borås Basket | 6/2 | 12 |
| 2. | Södertälje Kings | 6/2 | 12 |
| 3. | Uppsala Basket | 5/0 | 10 |
| 4. | Norrköping Dolphins | 5/1 | 10 |
| 5. | LF Basket | 4/2 | 8 |
| 6. | Sundsvall Dragons | 3/4 | 6 |
| 7. | Solna Vikings | 2/4 | 4 |
| 8. | ecoÖrebro | 2/4 | 4 |
| 9. | KFUM Nässjö | 1/4 | 2 |
| 10. | Umeå BSKT | 1/7 | 2 |
| 11. | Jämtland Basket | 1/6 | 2 |



