spot_img
HomeFréttirSigur hjá Sundsvall en Solna lá heima

Sigur hjá Sundsvall en Solna lá heima

 
Sundsvall og Solna áttu bæði leiki í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall höfðu góðan útisigur en Helgi Már Magnússon og liðsmenn Solna máttu þola ósigur á heimavelli.
Jakob Örn og félagar í Sundsvall höfðu góðan útisigur á Eco Orebro 96-82 þar sem Jakob setti niður 15 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 4 fráköst á þeim tæpu 36 mínútum sem hann lék í leiknum.
 
Solna Vikings máttu þola tap á heimavelli gegn Gothia Basket 90-101. Helgi Már skoraði 15 stig í leiknum, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.
 
Fréttir
- Auglýsing -