spot_img
HomeFréttirSigur hjá Njarðvík í toppslagnum

Sigur hjá Njarðvík í toppslagnum

Toppslagur 1.deildar kvenna var 9. nóvember hjá Njarðvík og Stjörnuni í Ljónagryfjuni þar sem bæði lið voru ósigruð og búist var því við hörku leik. Leikurinn byrjaði frekar jafnt en Njarðvík komst svo smám saman yfir og var með yfirhöndina allan tímann og staðan í hálfleik var 37-30 fyrir Njarðvík. Stjarnan komst inn í leikinn aðeins í 3.leikhluta en þá fór Njarðvík í gang og svöruðu fyrir sín mistök. Nikitta fór á kostum með Njarðvík og var með 33 stig og 11 fráköst á meðan hjá Stjörnukonum var Bryndís Hanna með 24 stig og 4 fráköst. Leiknum lauk með 64-55 sigri Njarðvíkurstelpna og eru þær því á toppnum með 8 stig og enn ósigraðar.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Njarðvík: Nikkita Gartrell 32/11 Fráköst/6 Stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 12/3 Fráköst/1 Stoðsending, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 8/2 Fráköst, María Bein Jónsdóttir 5/4 Fráköst/1 Stoðsending, Andrea Björt Ólafsdóttir 4/9 Fráköst/6 Stoðsendingar, Björk Gunnarsdóttir 3/6 Fráköst, Ása Böðvarsdóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, Eygló Alexandersdóttir 0
Stjarnan: Bryndís Hanna Hreinsdóttir 24/4 Fráköst/3 Stoðsendingar, Eva María Emilsdóttir 11/11 Fráköst/1 stoðsending, Bára Fanney Hálfdánardóttir 9/4 Fráköst/1 Stoðsending, Heiðrún Ösp Hauksdóttir 4/8 Fráköst/3 Stoðsendingar, Margrét Albertsdóttir 3/5 Fráköst/1 Stoðsending, Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir 2. Birta Björk Árnadóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0, Gabríela Hauksdóttir 0, Helena Mikaelsdóttir 0, Harpa Guðjónsdóttir 0
 
Umfjöllun/ Guðrún Lára
 
  
Fréttir
- Auglýsing -