Martin Hermannsson og félagar í LIU Brooklyn töpuðu í gær gegn liði Sam Houston State háskólanum 75:69. Martin spilaði 35 mínútur í leiknum og skoraði 5 stig og sendi 3 stoðsendingar. Martin var ekki að hitta vel í leiknum en hann skaut 11 skotum og setti 3 niður.
Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur hennar í UTAP sigruðu lið Incarnate Word með 60 stigum gegn 47. Hildur gerði 6 stig í leiknum og reif 5 fráköst á 31 mínútu.
Matthías Orri Sigurðarson og hans félagar í liði Columbus State háskólanum sigruðu lið UNC Pembroke 82:69. Matthías spilaði 18 mínútur og setti niður 2 stig og tók 3 fráköst í leiknum.