ACB deildin á Spáni er hafin og þar kom sigur í fyrsta leik hjá Hauki Helga Pálssyni og félögum í Assignia Manresa þegar liðið lagið Joventut 71-59 á heimavelli. Haukur Helgi Pálsson samdi við Manresa í sumar og var í byrjunarliðinu í dag!
Haukur lék í rúmar 20 mínútur og gerði 2 stig og tók 3 fráköst. Stigahæstur hjá Manresa var Justin Doellman með 23 stig.
Magnaður árangur hjá Hauki sem í sumar sagði skilið við Maryland háskólann eftir eins tveggja ára veru í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður á Spáni.
Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar í CAI Zaragoza mæta svo Valladolid síðar í dag.
Mynd/ Haukur Helgi var í byrjunarliði Manresa í dag þegar keppni í ACB deildinni á Spáni hófst.