spot_img
HomeFréttirSigur hjá Jóni Arnóri í Róm

Sigur hjá Jóni Arnóri í Róm

6:54

{mosimage}

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma unnu spænska liðið Unicaja 75:67 í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Jón Arnór var ekki í byrjunarliðinu en kom sterkur af bekknum og gerði 10 stig.

Spænsku gestirnir byrjuðu betur og voru 17:12 yfir eftir fyrsta leikhluta en Roma svaraði með því að vinna næsta hluta með tíu stigum, 27:17. Jafnt var í þeim þriðja, 19:19 og lokaleikhlutann vann Roma 17:14 og leikinn því 75:67. 

www.mbl.is

Mynd: www.virtusroma.it

Fréttir
- Auglýsing -