7:20
{mosimage}
Helena Sverrisdóttir og stöllur í TCU skólaliðinu léku sinn annan æfingaleik í nótt þegar þær tóku á móti Radford háskólanum og sigruðu 74-63. Helena var í byrjunarliðinu og skoraði 12 stig auk þess að vera frákastahæst með 9 fráköst.
Farho Gijon (7-1) tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í gær þegar liðið heimsótti Basquet Muro og tapaði 104-91 í framlengdum leik. Í venjulegum leiktíma var leikurinn hnífjafn og liðin skiptust á að hafa forystuna en í framlengingunni stungu heimamenn af og sigrðu hana 26-13.
Logi Gunnarsson var í byrjunarliði Gijon og skoraði 11 stig á þeim 17 mínútum sem hann spilaði auk þess sem hann tók 4 fráköst.
Mynd: gofrogs.cstv.com



