spot_img
HomeFréttirSigur gegn Eistum!

Sigur gegn Eistum!

Íslenska U20 ára landsliðið vann sinn annan leik í röð í dag þegar liðið hafði nauman 75-72 sigur gegn Eistlandi. Þar með er Ísland komið á toppinn í B-riðli keppninnar en íslenska liðið spilar í Grikklandi í B-deildinni. Aðeins Pólverjar eru ósigraðir í riðlinum, hafa unnið tvo fyrstu leiki sína gegn Hvít-Rússum og Rússum.

Skagfirðingurinn Pétur Rúnar Birgisson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 19 stig, Kári Jónsson gerði 14, Kristinn Pálsson 11 og Tryggvi Hlinason var með 10 stig og 6 fráköst. Íslenska liðið fær nú tveggja daga frí, á morgun og á þriðjudag en mætir svo Pólverjum í toppslag B-riðils á miðvikudag.

Staðan í B-riðli

Mynd/ Þórsarinn Tryggvi Hlinason var með 10 stig gegn Eistum en tók 11 sóknarfráköst gegn Rússum sem er met í B-deildinni skv. heimasíðu FIBA Europe.

Fréttir
- Auglýsing -