spot_img
HomeFréttirSigur á meisturum Real í fyrsta leik

Sigur á meisturum Real í fyrsta leik

 

Valencia gerði sér lítið fyrir og hóf leiktíðina með granít hörðum sigri á meisturum Real Madrid á heimavelli meistaranna Barcleycard Center. 82:88 varð loka niðurstaða dagsins.  Það hefur verið nokkuð gegnum gangandi að okkar menn eru að setja 5 stig í sínum leikjum í Evrópu (Haukur Helgi, Axel Kára) og Jón Arnór var ekkert að bregða út af því, setti niður 5 stig á tæpum 5 mínútum.  Hver veit svo hvernig hefði farið hefði hann spilað allar 40 mínúturnar?

 

Það þarf ekkert að ítreka styrkleika liðs Real Madrid, megnið af Evrópumeistarliði þeirra Spánverja prýðir liðið og ættu flestir að kannast við nöfn eins og Sergio Llull, Rudy Fernandez, Sergio Rodriguez og svo besti leikmaður ACB deildarinnar í fyrra, Fernando Reyes.  Hjá Valencia var Justin Hamilton stigahæstur með 21 stig en Gustavo Ayón leiddi Real með 16 stig. 

Fréttir
- Auglýsing -