spot_img
HomeFréttirSigrún: Verðum að hafa trú á það sem við erum að gera

Sigrún: Verðum að hafa trú á það sem við erum að gera

02:48

{mosimage}

Sigrún Ámundadóttir, leikmaður KR, var valin í úrvalslið 10.-17. umferðar Iceland Express-deildar kvenna. Sigrún sem er á tuttugasta aldursári hefur staðið sig vel með KR í vetur en hún gekk til liðs við liðið fyrir þennan vetur frá Haukum.

,,Það er gaman að fá viðurkenningu og vita að aðrir sjái að maður sé að gera góða hluti,” sagði Sigrún en KR-liðinu hefur gengið vel í vetur og verið spútníklið deildarinnar og á Sigrún stóran þátt í velgengni liðsins.

KR er að fá nýjan erlendan leikmann þar sem Monique Martin hefur yfirgefið liðið. Sigrún sagði að liðsfélagar hennar verði að trúa á það sem þeir eru að gera enda tekur það tíma fyrir nýjan leikmann að komast inn í hlutina og því verði allir að standa saman næstu vikurnar. ,,Ég hef ekki séð nýja leikmanninn en það er mjög erfitt að koma svona inn og þurfa að læra á liðið og nýjan þjálfara, svo þurfum við líka að læra á hana,” sagði Sigrún og hélt áfram. ,,Við verðum bara að hafa trú á því sem við erum að gera.”

Það er ekki mikið eftir af Iceland Express-deildarkeppninni og Sigrún hafði góða tilfinningu fyrir framhaldinu. ,,Ef við höldum áfram að trúa á það sem við höfum verið að gera hef ég engar áhyggjur,” sagði Sigrún.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -