spot_img
HomeFréttirSigrún: Stefnan sett á úrslitakeppnina

Sigrún: Stefnan sett á úrslitakeppnina

11:30

{mosimage}

 

(Sigrún Ámundadóttir)

 

Nýliðar KR leika sinn annan deildarleik í kvöld og sinn fyrsta heimaleik á Íslandsmótinu þegar Hamar kemur í heimsókn í Vesturbæinn í Iceland Express deild kvenna. Sigrún Ámundadóttir gekk í raðir KR fyrir þessa leiktíð en hún gerði gott mót með Haukum á síðustu leiktíð. Sigrún segir það markmið KR-liðsins að byggja upp jákvæðan og góðan hóp og vitaskuld að komast í úrslitakeppnina. Karfan.is tók púlsinn á Sigrúnu fyrir leik kvöldsins.

 

Hvernig er tilfinningin fyrir leik kvöldsins?

 

Hún er bara mjög góð, síðasti leikur var mjög góður og ætlum við að reyna að halda áfram að spila svoleiðis einnig var vörnin að smella vel saman hjá okkur. En í síðasta leik spiluðum við án Monique en hún verður með okkur í kvöld og vafalaust styrkir hún okkur mikið.

 

Hver er staðan á hópnum ykkar fyrir kvöldið?

 

Við höfum átt í smávægilegum meiðslum en það verða allir með í kvöld.

Markmið liðsins fyrir veturinn? 

Markmið vetrarins eru náttúrulega fyrst og fremst að byggja upp jákvæðan og góðan hóp til framtíðar. Svo er auðvitað stefnt á úrslitakeppnina.

Mikið mun mæða á Sigrúnu í liði KR í vetur en hún hefur þegar sannað gildi sitt innan liðsins þar sem hún gerði 17 stig og tók 20 fráköst í naumu tapi gegn gömlu liðsfélögunum sínum í Haukum.

 

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -