spot_img
HomeFréttirSigrún snýr aftur í KR

Sigrún snýr aftur í KR

 
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir snýr aftur í Vesturbæinn og mun leika með KR í Iceland Express deild kvenna á næstu leiktíð. Sigrún skrifaði í dag undir samning við KR en á síðustu leiktíð lék hún í neðri deildum í Frakklandi.
Í sumarbyrjun skrifaði Keflvíkingurinn Bryndís Guðmundsdóttir undir samning við KR og verður ekki amalegt fyrir Hrafn Kristjánsson þjálfara liðsins að tefla fram saman þeim Bryndísi og Sigrúnu sem hafa þann eiginleika sameiginlegan að geta látið að sér kveða í teignum og fyrir utan.
 
Sigrún lék síðast með Hamri í úrvalsdeild kvenna leiktíðina 2009-2010 og var þá með 11,9 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik.
 
Mynd/ [email protected] – Sigrún Sjöfn og Hrafn Kristjánsson þjálfari KR við undirritun samninga í dag.
Fréttir
- Auglýsing -