spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSigrún Sjöfn yfirgefur Dalhús

Sigrún Sjöfn yfirgefur Dalhús

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur yfirgefið Fjölni í Subway deild kvenna. Staðfestir hún það í samtali við Vísi.

Ásamt því að hafa verið leikmaður liðsins var hún einnig aðstoðarþjálfari þeirra á þessu tímabili. Ástæðu brotthvarfsins segir Sigrún Sjöfn vera ólíka sýn hennar og aðalþjálfarans Kristjönu Eir Jónsdóttur.

Það sem af er tímabili hefur deildarmeisturum Fjölnis ekki gengið sem skildi, eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með fjóra sigra og tólf töp það sem af er tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -