Landsliðskonan Sigrún Ámundadóttir hefur gert samning við franska liðið Olympique Sannois Saint-Gratien og mun spila í frönsku NF2-deildinni í vetur. Liðið kemur frá París og er Sigrún á leiðinni út um næstu helgi. Visir.is greinir frá þessu.
„Það verður gaman að prufa þetta og sjá hvernig þetta verður. Ég ætla að fara út og reyna að bæta mig sem leikmann og fá um leið aðeins öðruvísi sýn á körfuboltann," segir Sigrún og bætti við:
„Ég ætla líka að reyna að hjálpa liðinu eitthvað en þær enduðu eitthvað neðarlega sýndist mér á síðasta tímabili," sagði Sigrún sem þekkir ekkert annað en að ná langt hér heima enda búinn að vera í lokaúrslitum með sínum liði fimm síðustu ár.
Sigrún er 21 árs og spilaði með Hamar á síðustu leiktíð þar sem hún var með 11,9 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur einnig spilað með KR og Haukum en er upprunanlega úr Borgarnesi.
www.visir.is
Mynd: [email protected]



