spot_img
HomeFréttirSigrún Sjöfn semur við Fjölni

Sigrún Sjöfn semur við Fjölni

Úrvalsdeildarlið Fjölnis hefur samið við landsliðsframherjann Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur um að leika með liðinu á komandi tímabili. Sigrún Sjöfn kemur til liðsins frá Skallagrím, en áður hefur hún einnig leikið með KR, Hamri og Grindavík í efstu deild á Íslandi, sem og sem atvinnumaður í Frakklandi og í Svíþjóð. Þá hefur hún einnig leikið 57 leiki fyrir íslenska landsliðið.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Fjölnis og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifuðu í dag undir samning um að Sigrún muni spila með meistaraflokki Fjölnis í efstu deild kvenna tímabilið 2021-22
Sigrúnu þarf vart að kynna fyrir körfuknattleiksunnendum en hún á að baki farsælan feril. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu Skallagrími þar sem hún átti stóran þátt í velgengi liðsins en þær urðu t.d bikarmeistarar 2019.
Sigrún á einnig mjög glæsilegan landsliðsferil, á 57 A-landsleiki að baki, og er sjötta landsleikjahæsta kona Íslands frá upphafi

Fréttir
- Auglýsing -