spot_img
HomeFréttirSigrún með sautján í sigurleik

Sigrún með sautján í sigurleik

Norrköping Dolphins unnu í dag góðan 76-69 heimasigur gegn Mark Basket í sænsku kvennadeildinni. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var í byrjunarliði Norrköping og átti flottan dag með 17 stig, 6 fráköst og 4 stolna bolta. Stigahæst í liði Norrköping var Johanna Kallmann með 22 stig.
 
Eftir sigurinn í dag er Norrköping í 6. sæti deildarinnar með 10 stig, 5 sigra og 6 tapleiki en Udominate Basket trónir á toppnum með fullt hús stiga eftir 11 umferðir.
 
Eftir 11 leiki er Sigrún með 9,2 stig og 5,9 fráköst að meðaltali í leik. Í næsta leik fer Sigrún í heimsókn til Sigga Þorsteins þegar Norrköping mætir Solna Vikings á útivelli þann 21. desember næstkomandi.
 
Mynd/ Norrköping  - Stundum þarf að kæla sig aðeins niður
Fréttir
- Auglýsing -