spot_img
HomeFréttirSigrún: Erum með sterkara lið en raun ber vitni

Sigrún: Erum með sterkara lið en raun ber vitni

„Það hefur verið mikið í gangi innan liðsins enda við búnar að tapa leikjum sem við eigum að vinna og eigum að vera sterkari á pappírunum. Sigurinn í gær var sterkur karaktersigur sem vonandi kemur okkur aftur á rétta braut,“ sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir við Karfan.is en um helgina landaði Norrköping Dolphins sigri á IK Eos í sænsku úrvalsdeildinni.
 
 
Norrköping er í 6. sæti sænsku deildarinnar með 4 sigra og 5 tapleiki en liðinu var ætlað nokkuð betra gengi fyrir mót heldur en raun hefur orðið.
 
„Ég byrjaði tímabilið vel en er búin að vera í lægð í síðustu leikjum og tel mig hafa spilað vel undir getu. Ég er samt sem áður viss um að ég komi til baka og verði stöðugari. Mitt aðalhlutverk er að skjóta fyrir utan ásamt því að frákasta og spila vörn á stærri leikmennina. Við það bætist að ná í nokkur stig af póstinum með bakið í körfuna,“ sagði Sigrún Sjöfn.
 
„Við erum með sterkara lið en við höfum verið að sýna en ekki alveg náð að samstilla okkur í leikjum, það kemur!“
 
Mynd/ einkasafn – Systurnar Sigrún og Guðrún en Guðrún heimsótti systur sína til Svíþjóðar á dögunum. 
Fréttir
- Auglýsing -