spot_img
HomeFréttirSigrún Björg öflug er Chattanooga tryggðu sér SoCon titilinn - Mocs í...

Sigrún Björg öflug er Chattanooga tryggðu sér SoCon titilinn – Mocs í fyrsta skipti síðan 2017 í Marsfárinu

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs tryggðu sér á dögunum sæti í Marsfárinu, en það er stærsta úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans.

Mocs höfðu endað í þriðja sæti deildarkeppni SoCon deildarinnar, en höfðu sigur í úrslitakeppni deildarinnar og fá þar með farmiða beint inn í Marsfárið. Í úrslitaleik SoCon úrslitakeppninnar unnu þær Wofford Terriers, 63-53. Sigrún nokkuð öflug í úrslitaleiknum með 9 stig, frákast, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Þetta mun verða í 16. skipti sem Chattanooga kemst í Marsfárið, en síðast voru þær þar árið 2017.

Fréttir
- Auglýsing -