spot_img
HomeFréttirSigrún Björg í varnarúrvali háskólaboltans

Sigrún Björg í varnarúrvali háskólaboltans

Hafnfirðingurinn Sigrún Björg Ólafsdóttir var á dögunum valin í varnarlið SoCon deildar bandaríska háskólaboltans.

Sigrún leikur með liði Chattanooga Mocs, en liðinu hefur gengið afar vel það sem af er tímabili, þar sem þær hafa bara tapað einum leik og eru komnar í úrslitaleik deildarinnar sem fram fer á sunnudaginn. Fari svo að þær vinni hann munu þær fá sæti í Marsfárinu, lokaúrslitakeppni bandaríska háskólaboltans, sem fram fer seinna í mánuðinum.

Fréttir
- Auglýsing -