Sigrún Björg Ólafsdóttir mun leika áfram með uppeldisfélagi sínu, Haukum, á komandi tímabili í Bónusdeild kvenna. Þetta tilkynnti félagið í dag.
Sigrún Björg hjálpaði Hafnfirðingum að landa Íslandsmeistaratitlinum síðastliðið vor eftir fjögur ár í Chattanooga háskóla vestanhafs. Sigrún er uppalin í Haukum, en hefur einnig leikið með Fjölni hér á landi.



