spot_img
HomeFréttirSigrar og töp hjá íslenskum leikmönnum í Evrópu

Sigrar og töp hjá íslenskum leikmönnum í Evrópu

7:54

{mosimage}

Jakob Örn Sigurðarson 

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma sigruðu Pierrel Capo d’Orlando í ítölsku A deildinni í gær 84-72 eftir að gestirnir í d’Orlando höfðu byrjað betur.

Jón Arnór átti fínan leik og t.a.m. skoraði hann 5 stig í röð þegar gestirnir leiddu 26-20 og minnkaði því muninn í 1 stig. Stuttu seinna áttu Roma menn góða rispu þar sem þeir skoruðu 17 stig gegn 1 gestanna.  

Jón Arnór skoraði 9 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 23 mínútum sem hann lék en hann fékk 5 villur. 

Univer(2-1) sem Jakob Örn Sigurðarson tapaði sínum fyrsta leik í ungversku úrvalsdeildinni á laugardag þegar liðið heimsótti MAFC. Eftir framlengdan leik sigraði MAFC 103-98. Skömmu fyrir leikslok í venjulegum leiktíma fékk Jakob 2 víti og Univer 1 stig yfir. Jakob klikkaði á báðum vítunum og heimamenn jöfnuðu og sigruðu í framlengingunni. 

Jakob skoraði 6 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim 42 mínútum sem hann lék. 

Damon Johnson skoraði 3 stig fyrir Huelva(2-3) sem tapaði 79-91 á útivelli fyrir Basket Cai Zaragoza. Auk þess gaf Damon 3 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij lék ekki með vegna meiðsla. 

Gijon(5-0), lið Loga Gunnarssonar, hélt sigurgöngu sinni áfram og sigraði Costa Urbana Playas de Santa Pola 83-79 á heimavelli um helgina en Logi lék ekki með vegna meiðsla. 

Randers Cimbria(1-3) tapaði á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni 79-83 fyrir Hørsholm 79ers. Helgi Freyr Margeirsson lék ekki með Randers. 

Herlev(4-1) sem Einir Guðlaugsson leikur með sigraði Fjordager BK Odense 92-86 í dönsku 1. deildinni. Einir lék ekki með vegna meiðsla. 

FC Bayern Munchen(4-0) sigraði BG Leitershofen/Stadtbergen örugglega 94-65 í þýsku Reigonal suðaustur deildinni. Mirko Virijevic skoraði 16 stig fyrir Bayern Munchen. 

[email protected] 

Mynd: www.univer-sport.hu

Fréttir
- Auglýsing -