Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem New York Knicks og Oklahoma City Thunder náðu í góða útisigra. Knicks lögðu Chicago 112-120 og Thunder höfðu betur gegn Portland 106-107.
Portland 106-107 Thunder
Kevin Durant fór mikinn hjá Thunder með 28 stig og 11 fráköst en framlengja varð leikinn þar sem úrslitin réðust í smá vítasúpu undir lokin. Hjá Portland var Lamarcus Aldridge með 22 stig.
Chicago 112-120 New York
Derrick Rose gerði 24 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Bulls sem er persónulegt met hjá kappanum í stoðsendingum. Tony Douglas gerði 30 stig af bekknum fyrir New York en það er það mesta sem Douglas hefur gert í einum NBA leik. Knicks voru heitir í leiknum og settu niður 16 af 24 þriggja stiga skotum sínum!
Ljósmynd/ Durant setti 28 stig í nótt og tók 11 fráköst.



